Fara í efni
Umræðan

KA sigraði Hörð á hátíðarstundinni

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur KA-manna á Ísafirði. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sigraði Hörð örugglega í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta á Ísafirði í kvöld. Að vísu munaði aðeins fjórum mörkum í leikslok, 31:27, en KA-menn höfðu mjög örugga forystu lengi vel og sigurinn var aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 20:15.

Þetta var fyrsti heimaleikur Harðar í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta og vel við hæfi, í tilefni dagsins, að heimamenn gerðu fyrsta markið. Þar var Mikel Amiliba Aristi á ferðinni en fljótlega tóku KA-menn við stjórninni og stungu heimamenn af. Voru komnir sjö mörkum yfir um miðjan hálfleikinn en munurinn var fimm mörk í hálfleik, sem fyrr segir.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9, Dagur Gautason 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Allan Nordberg 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Gauti Gunnarsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Dagur Árni Heimisson 1.

Nicholas Satchwell varði 18 skot og Bruno Bernat 2.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15