Fara í efni
Umræðan

KA selur Nökkva til Beerschot í Belgíu

Nökkvi Þeyr og Hallgrímur Mar Steingrímsson fagna marki Nökkva gegn Víkingi á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Nökkvi Þeyr Þórisson knattspyrnumaðurinn snjalli í KA er á leið í læknisskoðun hjá belgíska liðinu Beerschot, sem leikur í næst efstu deild. Félögin hafa komið sér saman um kaupverð og ef allt gengur að óskum hjá Nökkva mun hann ganga til liðs við belgíska félagið fyrir lokun gluggans í Belgíu annað kvöld.

Nökkvi, sem varð 23 ára í síðasta mánuði, hefur leikið gríðarlega vel í sumar með KA og er lang markahæstur í Bestu deildinni. Hefur gert 17 mörk í leikjunum 20. Mikið hefur verið rætt um hvort hann nái að jafna eða mögulega slá markametið, sem er 19 mörk, en standist hann læknisskoðun í Belgíu verður ekkert af því.

„Enginn leikmaður KA hefur skorað jafn mörg mörk á einu tímabili í efstu deild en auk deildarmarkanna 17 gerði Nökkvi 5 mörk í Mjólkurbikarnum. Alls hefur Nökkvi spilað 71 leik fyrir KA í deild og bikar og gert í þeim 30 mörk,“ segir á heimasíðu KA.

Nýleg umfjöllun Akureyri.net um tvíburana, Nökkva og Þorra: Í fótspor föður og tveggja frænda

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45