Fara í efni
Umræðan

Hvítserkur Brynhildar hjá Samherja á Dalvík

Listaverkið Hvítserkur við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Ljósmynd: Guðný Sigríður Ólafsdóttir.

Þegar sumarið lét loksins sjá sig á Norðurlandi var gengið frá uppsetningu á glæsilegu listaverki framan við hið nýja fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Listaverkið sem um ræðir heitir Hvítserkur eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur. Svo segir á heimasíðu fyrirtækisins í morgun.

Við alla hönnun hússins var stefnt að því að aðbúnaður starfsfólks væri sem allra bestur. Hljóðvist og lýsing eru einstök í húsinu og allt aðgengi og aðstaða starfsfólks eins og best verður á kosið. Hluti af hönnuninni var að gera aðkomu að fyrirtækinu aðlaðandi fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Í upphafi hönnunarferlisins var því ákveðið að gera ráð fyrir veglegu listaverki framan við húsið. Brynhildur Þorgeirsdóttir var fengin til verksins og afraksturinn er hinn glæsilegi Hvítserkur,“ segir á vef Samherja.

Virtur listamaður

Á vef fyrirtækisins segir: Brynhildur Þorgeirsdóttir (f. 1955) nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78 og stundaði síðan framhaldsnám við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og við California Collage of Arts and Crafts auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School Í Bandaríkjunum. Eftir sex ára búsetu Í New York á árunum 1984-90, hóf Brynhildur að reka eigin vinnustofu á Íslandi, en glerhlutina vinnur hún að mestu leyti á verkstæðum erlendis.

Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins og í erlendum söfnum. Útilistaverk eru m.a. í eigu Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Kópavogs, Akureyrar og Alingsås í Svíþjóð. Brynhildur hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verk sín, hefur m.a. tvívegis hlotið styrk frá The Pollock-Krasner Foundation.“

Nánari upplýsingar um Brynhildi og verk hennar má finna á heimasíðunni www.brynhildur.com

  • Neðri myndin: Brynhildur við listaverkið Hvítserk. Ljósmynd: Þórhallur Jónsson/Pedromyndir.

 

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45