Fara í efni
Umræðan

Fleiri fjölbýli en til stóð, hús allt að fjórar hæðir

Fleiri íbúðir verða í fjölbýlishúsum á nýju svæði í Holtahverfi en áður hafði verið gert ráð fyrir, samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið auglýstar.

„Helstu breytingar eru að áætlaðri skiptingu íbúðategunda (einbýli, par-/raðhús, fjölbýli) er breytt og gert ráð fyrir fleiri íbúðum í fjölbýli sem aftur felur í sér að heildarfjöldi íbúða eykst nokkuð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkshæð fjölbýlishúsa geti verið allt að fjórar hæðir,“ segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Skipulagssvæðið afmarkast af Undirhlíð í suðaustri, Hörgárbraut í suðri, Hlíðarbraut og athafnasvæði í Krossaneshaga í vestri, Krossanesbryggju í norðri, ósnertri strandlengjunni að norðan og iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Sandgerðisbót að austan.

„Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýrri íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut með blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa. Umferðarskipulag verður bætt, nýir stígar og útivistarsvæði verða í hverfinu og áhersla verður á vistvænt skipulag og umhverfisvænar samgöngur,“ segir á heimasíðu bæjarins.

Nánar á heimasíðu Akureyrarbæjar

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03