Fara í efni
Umræðan

Bjarni Guðjón gerði tvö mörk í öruggum sigri

Hinn stórefnilegi Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði bæði mörk Þórs í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu öruggan 2:0 sigur á Þrótti í Vogum í gær í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þeir eru þar með komnir með 27 stig og eru í sjöunda til níunda sæti, aðeins tveimur stigum á eftir liðinu í fimmta sæti.

Það var Bjarni Guðjón Brynjólfsson, sá bráðefnilegi drengur, sem gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik í Vogum; það fyrra strax á fjórðu mínútu með laglegum skalla eftir skemmtilega útfærða hornspyrnu og seinna markið gerði hann á 38. mín. eftir sendingu frá jafnaldra sínum Kristófer Kristjánssyni, öðrum stórefnilegum fótboltamanni.

Snemma í síðari hálfleik var Al­ex­and­er Már Þor­láks­son, framherji Þórs, rekinn af velli. Hann komst einn inn fyrir vörn Þróttar eftir langa sendingu Arons Birkis í Þórsmarkinu og Essafi markvörður Þróttar kom langt út fyrir teig á móti Alexander. Þórsarinn spyrnti boltanum framhjá Essafi en þeir lentu saman um leið; Alexander fór með fótinn í höfuð andstæðingsins og rauða spjaldið fór á loft. Deildar meiningar voru um það hvorn ætti að reka út af en skoðun dómarans er víst sú eina sem skiptir máli ...

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45