Fara í efni
Umræðan

Barátta, vilji og þrjú mjög dýrmæt stig!

Leikmenn Þórs/KA fagna sigurmarkinu í kvöld af mikilli innlifun, sem eðlilegt var. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA vann afar mikilvægan 1:0 sigur á Þrótti í kvöld í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins, á Þórsvellinum. Þar með bættust þrjú gríðarlega dýrmæt stig í sarp Stelpnanna okkar; þær eru komnar með 13 stig og fjarlægast neðstu liðin í bili.

Það var María Catharina Ólafsdóttir Gros sem gerði eina markið snemma í seinni hálfleik eftir mjög góðan undirbúning Margrétar Árnadóttur og Huldu Óskar Jónsdóttur. Sjá myndasyrpu hér fyrir neðan – Hulda fékk boltann á hægri kantinum, Margrét tók á sprett fram kantinn, fékk boltann frá Huldu, lék inn í teig og renndi fyrir markið á Maríu sem skoraði af stuttu færi.

Allt annað var að sjá til Þórs/KA en stundum áður í sumar; gríðarleg barátta einkenndi liðið og eftir að María Catharina braut ísinn færðist ró yfir leikmenn: liðið hafði ekki skorað í síðustu fjórum leikjum og þungu fargi var augljóslega létt af stelpunum eftir markið, þær héldu boltanum prýðilega á köflum en gáfu ekkert eftir í baráttunni. Sigurinn var sanngjarn og ástæða til að óska liðinu til hamingju með frammistöðuna.

Stuðningsmenn Þórs/KA svöruðu kalli Haraldar Ingólfssonar, liðsstjóra, sem hvatti bæjarbúa í grein hér á Akureyri.net daginn fyrir leik að fjölmenn og styðja við bakið á stelpunum. Fjöldi fólks fylgdist með leiknum og lét vel í sér heyra.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45