Fara í efni
Umræðan

Arnór Þór verður einn þjálfara Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins Bergsicher HC, fer í nýtt hlutverk hjá félaginu þegar hann hættir að spila sumarið 2023. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greindi frá þessu í dag og vitnaði í tilkynningu frá félaginu.

Nokkur uppstokkun stendur fyrir dyrum í kjölfar þess að Sebastian Hinze, þjálfari liðsins undanfarin níu ár hverfur frá störfum á næsta sumri og tekur við þjálfun Rhein-Neckar Löwen.

„Ég spila á næsta tímabili, 2022/2023, en planið er að ég komi inn í þjálfarateymið eftir það,“ sagði Arnór Þór í skilaboðum til handbolta.is fyrr í dag. Arnór Þór, sem steig fyrstu handboltaskrefin með Þór en hefur einnig leikið með Val hér heima, hefur verið í herbúðum Bergischer frá sumrinu 2012. Enginn núverandi leikmanna hefur verið svo lengi hjá liðinu.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15