Fara í efni
Umræðan

Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt

Nöfn fjögurra gatna í nýjum hluta Holtahverfis austan Krossanesbrautar í Glerárhverfi hafa verið ákveðin: Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt. Það var ungmennaráð Akureyrar sem lagði fram þessar hugmyndir og skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt þær, að fengnu áliti nafnanefndar bæjarins.

Tveir af þremur í nafnanefnd lýstu ánægju með tillögu ungmennaráðsins en sá þriðji lagði til að í stað Þursaholts kæmi Jötunholt vegna nálægðar við örnefni á borð við Jötunvík, Jötunheima og Jötunfell. Þursaholt varð þó ofan á.

Álfaholt verður syðsta gatan í þessum nýja hluta Holtahverfis, þá Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt nyrst.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15