Fara í efni
Umræðan

Afleit byrjun og tap á Hlíðarenda

Sandra María Jessen sækir að marki Vals á Origo vellinum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Við ofurefli var að etja fyrir Stelpurnar okkar í Þór/KA þegar þær sóttu Valsmenn heim á Origo völlinn að Hlíðarenda í kvöld í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Valur, sem var á toppi deildarinnar fyrir leikinn, sigraði 3:0, í glampandi sól og blíðu.

Valur hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í sumar – gegn Þór/KA í Boganum í 2. umferð mótsins. Það var augljóst að leikmenn Vals ætluðu sér ekki að láta það gerast aftur og byrjuðu af miklum krafti.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem lék um tíma með Þór/KA, gerði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu og Bryndís Anna Níelsdóttir gerði annað markið á 10. mínútu. Strax var því ljóst hvert stefndi. Valsliðið var sterkara allan tímann eins og við mátti búast og það var svo Þórdís Hrönn sem innsiglaði sigur Vals þegar gerði annað mark sitt á 77. mínútu.

Ánægjulegt var að sjá Jakobínu Hjörvarsdóttur með Þór/KA á ný en þessi stórefnilegi vinstri bakvörður hefur ekkert komið við sögu síðan um mitt sumar í fyrra, þegar hún meiddist. Þá var ekki síður gott að sjá Maríu Catharinu Ólafsdóttur Gros í búningi Þórs/KA aftur, en hún kom heim á ný á dögunum eftir að hafa leikið með Celtic í Skotlandi síðan á síðasta ári.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Harpa Jóhannsdóttir ver frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttir í dauðafæri. Þórdís gerði tvö mörk í leiknum.

Jakobína Hjörvarsdóttir á undan Elínu Mettu Jensen á Valsvellinum í kvöld. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Viltu skipta á treyjum?! Andrea Mist Pálsdóttir reynir að stöðva einn andstæðinganna í kvöld.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00