Fara í efni
Pistlar

Þórsstelpurnar hafa unnið alla leikina

Rut Herner Konráðsdóttir var mikilvægur hlekkur í Þórsliðinu í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfubolta sigraði Aþenu í kvöld á Akranesi, 86:60, í næst efstu deild Íslandsmótsins. Þetta var þriðji leikur stelpnanna í deildinni og þær hafa unnið alla.

Tölurnar segja flest sem segja þarf. Þórsliðið var miklu betra en Aþena og sigraði örugglega.

Þórsarinn Hrefna Ottósdóttir var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld, gerði 28 stig og tók fimm fráköst. Rut Hernar Konráðsdóttir gerði sér lítið fyrir og tók 18 fráköst, þar af 13 í sókn, Eva Wium Elíasdóttir átti sex stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir lék einnig mjög vel.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30