Fara í efni
Pistlar

Þórsarar slegnir út úr bikarkeppninni

Atle Bouna N'Diaye var stigahæstur hjá Þór í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar duttu út úr bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld þegar þeir töpuðu á heimavelli fyrir ÍR-ingum, 102:89. Staðan í hálfleik var 50:41 fyrir gestina. ÍR-ingar náðu forystunni strax í byrjun og voru yfir allan tímann. 

Atle Douna Black N'Diaye gerði 26 stig fyrir Þór og var með besta framlag leikmanna liðsins skv. tölfræðinni. Ragnar Ágústsson stóð honum ekki langt að baki, gerði 14 stig og tók 10 fráköst.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins.

Um helgina var kvennalið Þórs líka slegið út úr bikarkeppninni. Stelpurnar töpuðu fyrir Hamri-Þór í Hveragerði, 89:79.  Ásgerður Jana Ágústsdóttir gerði 13 stig fyrir Þór, tók átta fráköst og átti þrjár stoðsendingar, og Eva Wium Elíasdóttir var með álíka framlag skv. tölfræðinni; skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30

Tæknin er að gera frænku gráhærða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. apríl 2024 | kl. 22:00