Fara í efni
Pistlar

Örvhentur landi þjálfarans til Þórs

Tomislav Jagurinovski og Árni R. Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs.

Örvhent skytta frá Norður-Makedóníu, Tomislav Jagurinovski, hefur samið við handknattleiksdeild Þórs um að leika með liðinu í vetur. Hann verður löglegur þegar Þórsarar mæta liði Berserkja í Reykjavík annað kvöld.

Jagurinovski, sem er 24 ára, gengur til liðs við Þór frá besta liði Norður-Makedóníu, RK Vardar 1961 – sem áður var kallað Vardar Skopje. Þar lék hann undir stjórn Stevce Alusovski, núverandi þjálfara Þórs, þegar Vardar varð bæði lands- og bikarmeistari á síðasta keppnistímabili. Jagurinovski hefur fá tækifæri fengið með liðinu í vetur og sló því til þegar Þórsarar buðu honum að koma. Hann leikur yfirleitt í skyttustöðu en getur einnig leikið í hægra horninu.

Jagurinovski á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Norður-Makedóníu og var nýlega valinn í 25 manna landsliðshóp fyrir komandi verkefni, að sögn Árna R. Jóhannessonar, formanns handknattleiksdeildar Þórs. 

Samningurinn er til eins árs en með möguleika á framlengingu.

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30