Fara í efni
Pistlar

Sjáðu hvað breytist í starfi skólanna

Háskólinn á Akureyri. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Vegna þess hversu góð tök hafa náðst á kórónuveirufaraldrinum hér á landi tekur ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi á morgun. Mestu breytingarnar á starfi skóla felast í afnámi tveggja metra reglunnar á öllum skólastigum og því að 150 nemendur mega vera í sama rými í framhalds- og háskólum; sú fjöldatakmörkun tekur að vísu ekki gildi fyrr en um mánaðamótin.

Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun.

Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi.

Vert er að benda á að reglur tónlistarskóla taka mið af sambærilegum skólastigum.

Helstu breytingar í nýrri reglugerð eru eftirfarandi:

Leikskólastig

  • Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með eins metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé það ekki unnt ber að nota andlitsgrímur.
  • Ekki skulu vera fleiri en 50 fullorðnir í hverju rými.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingu og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst eins metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín og gagnvart starfsfólki.
  • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi leikskóla, svo sem leiksýningar og tónleikar, eru heimilir í skólabyggingum með áðurnefndum fjölda- og nálægðartakmörkunum. Fari hámarksfjöldi fullorðinna yfir 50 gilda reglur um samkomutakmarkanir samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum.

Grunnskólastig

  • Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með eins metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé það ekki unnt ber að nota andlitsgrímur.
  • Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými. Þetta á einnig við um frístundaheimili, skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf, sem og starfsemi í félagsmiðstöðvum.
  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 150 nemendur í hverju rými innan dyra.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingu og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst eins metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín og gagnvart starfsfólki.
  • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppni og fleira, eru heimilir í skólabyggingum með áðurnefndum fjölda- og nálægðartakmörkunum. Fari hámarksfjöldi fullorðinna yfir 50 gilda reglur um samkomutakmarkanir samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum.

Framhaldsskólastig

  • Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskólum, ungmennahúsum og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst eins metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fari aldrei yfir 150 í hverju rými.
  • Sé ekki unnt að halda eins metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur.
  • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi framhaldsskóla, svo sem fyrirlestrar, ræðukeppni og fleira, eru heimilir í skólabyggingum með áðurnefndum fjölda- og nálægðartakmörkunum. Fari hámarksfjöldi yfir 150 gilda reglur um samkomutakmarkanir samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum.

Háskólastig

  • Í öllum byggingum háskóla er skólastarf heimilt að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst eins metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna í hverju kennslu- eða lesrými fari ekki yfir 150. Sé ekki unnt að halda eins metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur.
  • Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými.
  • Blöndun nemenda og kennara milli hópa er heimil.
  • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi háskóla eru heimilir í skólabyggingum. Fari hámarksfjöldi fullorðinna yfir 50 gilda reglur um samkomutakmarkanir samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum.

 

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30