Fara í efni
Pistlar

Hætt við ferð í haust vegna óvissu með flug

Ekkert verður af fyrirhugaðri ferð Akureyri.net og Premierferða á leik með enska knattspyrnufélaginu Liverpool á Anfield í haust vegna óvissunnar með flug Niceair frá Akureyri til Bretlands. 

„Vegna þeirra vandræða, sem Niceair hefur ratað í með fyrirhugað beint flug til Manchester í haust, eigum við ekki annars úrkosta en að leggja til hliðar áform okkar um að bjóða upp á leik á Anfield með beinu flugi frá Akureyri í haust,“ segir í pósti frá Premierferðum,  sem í morgun var sendur öllum þeim rúmlega 200 sem skráðu sig á póstlista vegna fyrirhugaðrar ferðar.

„Hugmyndin fékk frábærar viðtökur Akureyringa og fjölmargra annarra norðan heiða og því er enn súrara en ella að þurfa að hætta við.

Ef Niceair fær á endanum leyfi til áætlunarflugs til Manchester munum við að sjálfsögðu skoða þennan möguleika að nýju en ekki fyrr en á nýju ári úr þessu. Með vonum að úr rætist,“ segir í póstinum.

Beint frá Akureyri á Anfield með Niceair

Óraði aldrei fyrir þessum viðbrögðum

Birkismugur

Brynja Hrafnkelsdóttir og Sigurður Arnarson skrifa
06. ágúst 2025 | kl. 10:30

Skykkjur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
04. ágúst 2025 | kl. 21:00

Gróðurhússbruninn

Jóhann Árelíuz skrifar
03. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00