Fara í efni
Pistlar

Fyrsti skóladagurinn – Saga úr Innbænum VII

Innbæingurinn Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor og heldur áfram að rifja upp gamla tíð. Nú styttist í að skólar hefji göngu sína að loknu sumarfríi og í sjöundu grein Ólafs segir hann af því tilefni frá fyrsta degi sínum í Barnaskóla Akureyrar.

„Við krakkarnir í Innbænum gengum í Barnaskóla Akureyrar og það er óhætt að nota sögnina að ganga því það gerðum við og enginn skutlaði okkur. Fyrir sex ára krakka var þetta talsvert ferðalag a.m.k. til að byrja með og þar í skólanum kynntumst við krökkum úr öðrum bæjarhlutum, sérstaklega af Brekkunni og það var á vissan hátt að kynnast nýrri menningu því að talsverður munur var á lífskjörum og aðstæðum eftir hverfum,“ skrifar Ólafur.

„Ég man enn vel fyrsta skóladaginn í Barnaskóla Akureyrar. Það hafði verið mikil eftirvænting í marga daga hjá okkur Óla Badda vini mínum og við vorum mjög spenntir ...“

Ólafi fannst skólahúsið stórt og virðulegt, e.t.v. örlítið ógnvekjandi, háreist og gluggarnir stórir. „Eftirvæntingarfull börnin söfnuðust saman neðan við steintröppurnar sem lágu upp að skólahúsinu. Efst í tröppunum og á pallinum fyrir framan stórar dyr skólans stóð skólastjórinn Tryggvi Þorsteinsson höfðinglegur ásamt prúðbúnum kennurunum. Aðstoðarskólastjórinn Páll Halldórsson hélt á stórri látúnsbjöllu sem hann hringdi í sífellu með háum og gjöllum hljóm. Við krakkarnir vorum látin stilla okkur upp, hver í sínum bekk og svo jöfnuðum við bilin með því að leggja hendurnar á axlir þess sem stóð næst fyrir framan.“

Smellið hér til að lesa grein Ólafs Þórs.

Skógarjaðrar

Sigurður Arnarson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:30

Svona bara af því bara

Sigurður Ingólfsson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:02

Fannfergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. mars 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Spítalavegur 15

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. mars 2024 | kl. 19:00

Gleðispillirinn og neyslunöldrarinn kveður sér hljóðs

Rakel Hinriksdóttir skrifar
23. mars 2024 | kl. 06:00

Eins gott að þú baðst ekki um bjúgu!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. mars 2024 | kl. 10:30