Fara í efni
Pistlar

Fleirum hleypt í leikhús en engum í íþróttahús

Nokkrir stjórnarmenn horfa nú jafnan á íþróttakappleiki hérlendis, en aðrir verða ekki í stúkunni á næstunni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Breytingar hafa verið ákveðnar á samkomutakmörkunum og taka þær gildi næsta mánudag, 8. febrúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis sem fela í sér „varfærnar tilslakanir“ eins og það er orðað. Reglugerðin gildir til 3. mars.

Frá og með mánudegi mega til dæmis fleiri sækja leiksýningar en áður, fleiri mæta við jarðarfarir en áhorfendir verða hins vegar ekki heimilaðir á íþróttaleikjum.

Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en hingað til.

Veitingahús þar sem áfengi er selt, þar með talin kaffihús, krár, veitinga- og skemmtistaðir, mega ekki hafa opið lengur en til klukkan 22.00. Sama gildir um spilasali og spilakassa. Veitingar skulu aðeins afgreiddar gestum í sæti. Ekki er heimilt að hleypa inn nýjum gestum eftir klukkan 21.00.

Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum

Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskylda. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu.

  • Trú- og lífsskoðunarfélög Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar.
  • Verslanir Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra.
  • Söfn Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra.
  • Sviðslistir Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Áður var miðað við 100 manns.
  • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma.
  • Hugarleikir Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki.

Skógarjaðrar

Sigurður Arnarson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:30

Svona bara af því bara

Sigurður Ingólfsson skrifar
27. mars 2024 | kl. 10:02

Fannfergi

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. mars 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Spítalavegur 15

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. mars 2024 | kl. 19:00

Gleðispillirinn og neyslunöldrarinn kveður sér hljóðs

Rakel Hinriksdóttir skrifar
23. mars 2024 | kl. 06:00

Eins gott að þú baðst ekki um bjúgu!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. mars 2024 | kl. 10:30