Fara í efni
Pistlar

Elmar vann gullið á Íslandsmótinu

Elmar Freyr Aðalheiðarson, til hægri, á Íslandsmótinu um helgina. Ljósmynd: Ásgeir Marteinsson.

Elmar Freyr Aðalheiðarson úr Þór varð Íslandsmeistari í hnefaleikum um helgina, þegar Íslandsmeistaramótið fór fram í sal Hnefaleikafélags Kópavogs.

Elmar Freyr keppir í þungavigt, flokki þeirra sem eru 92 kg eða meira. 

Keppendur í þyngsta flokknum voru aðeins tveir. „Við hefðum átt að vera fjórir en einn handleggsbrotnaði og annar hætti við,“ sagði Elmar Freyr við Akureyri.net. En þótt aðeins væri um einn bardaga að ræða var sigurinn glæsilegur. „Þetta var mjög erfiður bardagi, ég þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum,“ segir Íslandsmeistarinn. Mótherjinn, Stefán Blackburn, er mjög efnilegur í íþróttinni að sögn Elmars.

Nánar síðar

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00