Fara í efni
Mannlíf

Sjómenn Samherja láta gott af sér leiða

Skipverjar á Björgu EA 7 skoruðu á áhafnir annarra skipa Samherja að styrkja Jólaaðstoðina í Eyjafirði.

Skipverjar á skipum Samherja hafa gefið vel á aðra milljón króna til góðra málefna fyrir þessi jól. Stærstur hluti fjárhæðarinnar rann til Jólaaðstoðarinnar sem styrkir 300 einstaklinga og fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu.

Áhafnir skipa Samherja hafa mörg undanfarin ár tekið sig saman og látið fjármuni af hendi rakna til góðra málefna. Hafa mörgum góðgerðarfélögum því verið færðar myndarlegar peningagjafir á síðustu árum. Að þessu sinni var það áhöfnin á Björgu EA 7 sem átti frumkvæðið að því að hvetja aðrar áhafnir til að styrkja góð málefni fyrir jólin.

„Margir skipverjanna á Björgu voru áður á Oddeyrinni og við höfum reglulega gefið fé í góð málefni fyrir hátíðarnar. Það kom hugmynd frá einum skipverja hvort það væri áhugi fyrir því að styrkja ákveðið verkefni. Í kjölfarið skoruðum við á áhafnir annarra skipa hjá Samherja. Það var bara gert í gegnum tölvupóst og það var alls staðar vel tekið í þessa hugmynd,” segir Árni Rúnar Jóhannesson, stýrimaður á Björgu EA 7 á heimasíðu fyrirtækisins.

Nánar á heimasíðu Samherja