Fara í efni
Mannlíf

Samherji býður fólki að skoða Vilhelm EA

Uppsjávarveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, verður sýnt almenningi á morgun, laugardaginn 9. apríl. Skipið kom fyrst til Akureyrar 2. apríl á síðasta ári en það var smíðað sérstaklega fyrir Samherja. Sökum heimsfaraldursins hefur ekki verið hægt að sýna skipið opinberlega. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

„Þar sem loðnuvertíð er nýafstaðin og skipið er í heimahöfn, þykir Samherja upplagt að halda upp á eins árs afmælið með því að bjóða almenningi um borð og skoða eitt glæsilegasta og fullkomnasta skip íslenska fiskveiðiflotans. Skipið verður opið almenningi frá klukkan 12:00 til 16:00,“ segir á síðunni.

Nánar hér á heimsíðu Samherja.