Fara í efni
Mannlíf

Niðurstaðan er skýr, ég tek mark á henni

Lang flestir kusu þennan möguleika; að hús á Gránufélagsreitnum yrðu þrjár til fjórar hæðir.

„Ég er nokkuð ánægður með þátttökuna í þessari íbúakönnun. Átti ekki endilega von á svona mikilli þátttöku miðað við kynninguna og það að um var að ræða ráðgefandi könnun fyrir bæjarstjórn,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnar Akureyrar, um niðurstöðu íbúakosningarinnar um aðalskipulag Oddeyrar sem lauk í byrjun vikunnar.

Um 26% þeirra sem uppfylltu skilyrði um þátttöku kusu – alls 3.878 manns – og 67% þeirra greiddi gildandi aðalskipulagi atkvæði. Í því felst að hús geti verið 3 til hæðir.

„Ég fæ ekki betur séð en að niðurstaðan sé mjög skýr og sé ekki afhverju bæjarstjórn ætti að fara gegn henni. Það munu sjálfsagt koma fram ábendingar um að hér sé um minnihluta íbúa að ræða, en því er til að svara að allir íbúar fengu sama val og tilboð um þátttöku. Ég tek mark á niðurstöðunni og mun greiða atkvæði í samræmi við hana,“ sagði Gunnar.

Smellið hér til að sjá svör fjögurra annarra oddvita í bæjarstjórn sem birtust í gær.