Fara í efni
Mannlíf

KA-menn á ferð í blaki og handbolta í kvöld

Blakarinn Miguel Mateo Castrillo og Ólafur Gústafsson, handboltamaður. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn verða í eldlínunni á tveimur vígstöðvum í kvöld. Karlalið félagsins í blaki leikur gegn Vestra í undanúrslitum bikarkeppninnar, sem blakmenn kenna við Kjörís, og handboltaliðið leikur gegn Haukum í Hafnarfirði í deild þeirra bestu, Olís deildinni.

19.30 Haukar - KA

  • KA-menn verða á meðal þeirra átta liða sem taka þátt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn en nú er barist um að ná sem bestu sæti. Fjögur efstu liðin eiga heimaleikjarétt í úrslitakeppninni – oddaleik heima ef til hans kemur. KA er í sjöunda sæti með 20 stig en FH, sem er í fjórða sæti, er með 26 stig. Haukar err á toppi deildarinnar með 30 stig. Leikurinn í kvöld verður sýndur beint á sjónvarpsrás Hauka, Haukar-TV.

20.00 KA - Vestri

  • Undanúrslit bikarkeppninnar í blaki. HK og Hamar mætast í hinum undanúrslitaleiknum í dag og sigurvegararnir mætast í úrslitaleik á sunnudaginn. 
  • Kvennalið KA verður svo á ferðinni á morgun; stelpurnar mæta liði Þróttar úr Fjarðabyggð klukkan 15.30 en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Afturelding og Álftanes.
  • Úrslitaleikur karla hefst klukan 13.00 á sunnudaginn og úrslitaleikur kvenna klukkan 15.15.
  • Allir blakleikirnir fara fram í Digranesi í Kópavogi. Allir leikirnir eru sýndir beint á youtube rás Blaksambandsins.