Fara í efni
Mannlíf

Fjörugt pollamót Þórs í körfubolta – MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Árlegt Pollamót Þórs í körfubolta fór fram um nýliðna helgi í Íþróttahöllinni og þótti takast afar vel. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara. „Vel á annað hundrað keppendur í 18 liðum mættu til leiks að þessu sinni og undu sér vel frá morgni og vel fram á kvöld,“ segir á heimasíðu Þórs.

Eitt keppnisliðanna var gamalt unglingalandslið karla, skipað leikmönnum sem fæddir eru 1976. Hópurinn hefur ekki komið saman í fjöldamörg ár en tók þátt til að heiðra minninga þjálfara liðsins á sínum tíma, Axels heitins Nikulássonar.

Þegar upp var staðið voru það Þórs-stelpur sem urðu hlutskarpastar í Pæjudeildinni (20 ára og eldri konur). Boltabras ehf. vann Polladeildina (25 til 39 ára karlar) og lið Álftaness sigraði í Lávarðadeildinni (karlar 40 ára og eldri).

Að neðan eru nokkrar myndir frá mótinu.

Smellið hér til að sjá myndasyrpu Páls Jóhannessonar á heimasíðu Þórs.