Fara í efni
Íþróttir

Vöfflur með rjóma og heitt súkkulaði í Hamri

Eins og í fyrra bjóða Grobbarar, sem er félagskapur eldri Þórsara, gestum og gangandi upp á vöfflur með rjóma og sultutaui, og rjúkandi súkkulaði á aðventunni í félagsheimilinu, Hamri. Grobbarar verða á þar ferð í fyrsta skipti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttafélaginu Þór.

„Hamar hefur verið klæddur í fallegan jólabúning og jólastemning verður í félagsheimilinu okkar með léttri jólatónlist. Fyrrum formenn Þórs, þeir Sigfús Helgason og Árni Óðinsson byrja að hita vöfflujárnin á föstudaginn kemur 9. desember frá kl. 9:00 til 11:00 og bjóða til veislu. Svo aftur verður vöfflujárnið hitað frá kl. 16:00 -18:00 sama dag.“

Leikurinn verður svo endurtekinn föstudaginn 16. desember. Þórsarar og aðrir gestir eru boðnir velkomnir í Hamar.