Fara í efni
Íþróttir

Heimir forseti, L-listi stýrir bæjarráði

Heimir Örn Árnason, til vinstri, og Gunnar Líndal Sigurðsson voru í sólskinsskapi í Lystigarðinum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður forseti bæjarstjórnar Akureyrar allt kjörtímabilið.  Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, verður formaður bæjarráðs til næstu áramóta en þá tekur Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans, við embættinu og gegnir því út kjörtímabilið.

Tilkynnt var í dag hvaða flokkar fá formennsku í stjórnum og ráðum. Ekki var tilkynnt hverjir það verða en Akureyri.net veit eftirfarandi:

  • Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn – Heimir Örn Árnason
  • Formaður bæjaráðs – L-listinn – Halla Björk Reynisdóttir (til áramóta), Gunnar Líndal Sigurðsson
  • Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn – Heimir Örn Árnason
  • Skipulagsráð – L-listinn – Halla Björk Reynisdóttir. Varaformaður verður Þórhallur Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sem verið hefur formaður skipulagsráðs síðustu misseri
  • Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
  • Velferðarráð – L-listinn
  • Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur
  • Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn – Hlynur Jóhannsson
  • Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn – Inga Dís Sigurðardóttir