Fara í efni
Fréttir

„Þrír stórkostlegir dagar í Eyjafjarðará“

Feðgarnir Sigurður Gestsson og Stefán Sigurðsson með fallegan sjóbirting í Eyjafjarðará um helgina.

Stefán Sigurðsson var við veiðar í Eyjafjarðará síðastliðna helgi ásamt syni sínum Matthíasi, Sigurði föður sínum og fleirum. Opnað var fyrir veiði í ánni 1. apríl. „Við áttum stórkostlega þrjá daga í Eyjafjarðará. Fengum alls 40 til 50 sjóbirtinga, flesta á bilinu 60 til 70 sm en stærstu fiskarnir voru 85 sm og þó nokkrir á milli 80 og 85 sm sem er náttúrlega alveg frábært,“ segir Stefán í samtali við Guðrúnu Unu Jónsdóttir, sem tekið hefur að sér að skrifa reglulega pistla um veiði fyrir Akureyri.net. Fyrsti pistill hennar birtist í dag. Guðrún Una er mikill áhugamaður um veiði og formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.

Smelltu hér til að lesa fyrsta pistil Guðrúnar Unu