Fara í efni
Fréttir

Perla Sól og Kristján Þór Íslandsmeistarar

Allt var reynt til þess að ná mesta vatninu af golfvellinum í Eyjum til þess að gera hann leikhæfan en allt kom fyrir ekki. Ljósmynd: seth@golf.is

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar urðu Íslandsmeistarar í golfi um helgina.

Lárus Ingi Antonsson lék bestu akureyrsku karlanna á mótinu, varð í 27. sæti á sjö höggum yfir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmunsdóttir varð í 9. sæti á 18 höggum yfir pari.

Aðeins voru spilaðir þrír hringir að þessu sinni; þeim fjórða og síðasta var aflýst í dag þar sem völlurinn í Vestmannaeyjum var óleikhæfur eftir mikla rigningu, auk þess sem mjög hvasst var í Eyjum. Úrslit mótsins miðuðust því við stöðuna að lokinni þriðju umferð.

Fyrstu ráshópar hófu keppni snemma í morgun en keppni var frestað, til stóð að hefja leik á ný síðdegis en hætt var við það. 

Smellið hér til að lesa nánar um mótið á vef Golfsambands Íslands.