Fara í efni
Fréttir

Meistarinn efstur á einu höggi undir pari

Lárus Ingi Antonsson slær upphafshögg á 16. braut í dag. Ævarr Freyr Birgisson til hægri, og Mikil Máni Sigurðsson vinstra megin. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Lárus Ingi Antonsson heldur forystu í meistaraflokki karla á Akureyrarmótinu í golfi þegar tveimur keppnisdögum er lokið af fjórum. Hann lék á 71 höggi í gær og 70 í dag. Lárus varð Akureyrarmeistari á síðasta ári. Tumi Hrafn Kúld, meistari 2018, var fjórði eftir fyrsta dag en er kominn upp í annað sæti – er sjö höggum á eftir Lárusi.

Lárus hefur leikið á einu höggi undir pari vallarins. Var á pari í gær og einu undir í dag.

Ævarr Freyr Birgisson var annar eftir fyrsta dag á 73 höggum en lék á 77 í dag og er í þriðja sæti á samtals 150 höggum.

Tumi Hrafn Kúld lék á 75 höggum í gær en 73 í dag, samtals 148. Örvar Samúelsson, klúbbmeistari 2019, náði sér ekki á strik fyrsta daginn og lék á 80 höggum en náði næst besta skori í dag – fór hringinn á 72 höggum – og skaust upp í fjórða sæti.

Smellið hér til að sjá nánar um stöðuna.

Tumi Hrafn Kúld lék á 73 höggum í dag og er kominn í annað sæti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ævarr Freyr Bjarnason slær inn á 16. flöt í dag. Hann er í þriðja sæti eftir tvo keppnisdaga. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Lárus Ingi, sem á titil að verja og er í fyrsta sæti, slær upphafshögg í dag. Mikael Máni Sigurðsson fylgist með. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.