Fara í efni
Fréttir

Lárus Ingi á tveimur undir pari í dag

Lárus Ingi Antonsson í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd: seth@golf.is

Lárus Ingi Antonsson lék best allra Akureyringa á öðrum degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lárus Ingi, sem náði sér alls ekki á strik í gær, lék á tveimur höggum undir pari vallarins í dag, 68 höggum; 13 höggum minna en í gær.

Lárus Ingi og Skúli Gunnar Ágústsson, sem lék á þremur höggum yfir pari í dag, eru í töluverðum hópi í 45. sæti á alls 149 höggum. Efstu menn eftir fyrsta keppnisdag hafa enn ekki lokið leik í dag.

Staða Akureyringanna er þessi:

Karlaflokkur

149 Skúli Gunnar Ágústsson 76 - 73, samtals níu högg yfir pari

149 Lárus Ingi Antonsson 81 - 68, samtals níu högg yfir pari

151 Veigar Heiðarsson 78 - 73, samtals 11 högg yfir pari

159 Óskar Páll Valsson 84 - 75, samtals 19 högg yfir pari

Kvennaflokkur

154 Andrea Ýr Ásmundsdóttir 76 - 78, samtals 14 högg yfir pari

Hin 15 ára Perla Sól Sigurbrandsdóttir er enn efst. Hún lék aftur á pari vallarins í dag, 70 höggum, og er því á 140 höggum alls. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék best allra í dag, á þremur höggum undir pari – 69 höggum – og er áfram í öðru sæti, á samtals á 146 höggum.

Íslandsmótið stendur í fjóra daga og lýkur á sunnudaginn.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd: seth@golf.is