Fara í efni
Fréttir

KA-menn unnu ÍA og fóru upp úr fallsæti

KA-menn fögnuðu að vonum vel eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson gulltryggði 2:0 sigur á ÍA í dag með seinna markinu nokkrum mínútum fyrir leikslok. Hallgrímur fagnaði fyrir framan áhorfendastúkuna eins og hann er vanur - þarna er hann ásamt Hans Viktor Guðmundssyni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn sigruðu Akurnesinga 2:0 á heimavelli síðdegis í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Með sigrinum komust þeir úr fallsæti og sendu Skagamenn jafnframt niður í neðsta sætið. Jóan Símun Edmundsson gerði fyrra markið þegar um það bil stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og Hallgrímur Mar Steingrímsson tryggði sigur KA þegar hann skoraði fáeinum mínútum fyrir leikslok.

Mikið var undir því barátta neðstu liða er gríðarlega hörð. Tvö neðstu liðin eru ÍA sem er með 15 stig að loknum 16 leikjum og KR með 16 stig eftir 15 leiki. FH, ÍBV og KA eru þar fyrir ofan með 18 stig, KA eftir 16 leiki en hin tvö hafa lokið 15 leikjum.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Meira í kvöld

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat brosið breitt að leikslokum í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson