Þórsarar og HK-ingar eigast við í Kórnum

Þór sækir HK heim í Kórinn í kvöld þegar fram fara fimm leikir af sex í 13. umferð Lengjudeildar karla, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu Þór er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig úr 12 leikjum en HK er í þriðja sæti með 24 stig, einnig eftir 12 leiki.
- Lengjudeild karla í knattspyrnu
Kórinn kl. 18
HK - Þór
Þór og HK mættust í fyrstu 1. umferðinnar deildarinnar í Boganum í byrjun maí og gerðu þá 1:1 jafntefli í skemmtilegum leik. Gestirnir komust yfir snemma leiks, Ibrahima Balde jafnaði með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og þrátt fyrir töluverða yfirburði í seinni hálfleik náðu Þórsarar ekki að knýja fram sigur.
HK vann toppslag gegn ÍR í síðustu umferð, 2:1, en Þórsarar unnu botnlið Leiknis í Boganum, 2:0.
Leikir kvöldsins:
- HK - Þór
- Leiknir R. - Þróttur R.
- Keflavík - Fjölnir
- Fylkir - Njarðvík
- Grindavík - Selfoss
Á morgun:
- Völsungur - ÍR
ÍR er efst í deildinni með 25 stig, Njarðvík og HK með 24 og Þróttur 21. Með sigri í kvöld færðu Njarðvík og HK því á toppinn, amk þar til á morgun, en vinni Þór í Kópavogi í kvöld gæti liðið farið upp í fjórða sæti. Það fer þó auðvitað eftir því hvernig leikur Leiknis og Þróttar fer.


Menntun eða próf II

Menntun eða próf I

Fagurt er til fjalla

Framhaldsskóli fyrir nemendur
