Fara í efni
Sverrir Páll

Þór fær Dagbjart Búa lánaðan frá KA

Dagbjartur Búi Davíðsson í baráttu við KR-inginn Aron Sigurðarson í Bestu deildinni í fyrrasumar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór hefur fengið knattspyrnumanninn Dagbjart Búa Davíðsson lánaðan frá KA út þetta keppnistímabil. Hann er 19 ára miðju- eða sóknarmaður.

Dagbjartur Búi hefur lítið sem ekkert komið sögu hjá KA í Bestu deildinni í sumar; hann hefur aðeins leikið í fjórar mínútur skv. vef KSÍ. Kom inn á í blálokin í markalausu jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum um miðjan maí. Þá lék hann síðasta hálftímann í 4:0 sigri KA á KF í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ og gerði eitt markanna.

Dagbjartur Búi var fyrirliði 2. flokks sameiginlegs liðs KA, Dalvíkur, Magna, KF og Hattar sem varð Íslandsmeistari á síðasta ári.

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00