Fara í efni
Sverrir Páll

Daníel í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna

Daníel Andri Halldórsson, lengst til vinstri, Ólafur Jónas Sigurðsson og Emil Barja. Mynd: KKÍ

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna ásamt tveimur öðrum. Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) tilkynnti þetta í dag.

Finninn Pekka Salminen var á dögunum ráðinn þjálfari liðsins til tveggja ára og í dag var greint frá því að aðstoðarmenn hans verði Daníel Andri, Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar og Emil Barja, þjálfari Hauka.

Fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn nýs þjálfarateymis verða æfingabúðir frá 14. til 24. ágúst. Þær eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2027 – EuroBasket 2027. Dregið verður í riðla 23. júlí næstkomandi og fyrstu leikirnir verða í „landsleikjaglugga“ 12.-18. nóvember.

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00