Blak
Birnir Snær Ingason sagður á leið í KA
18.07.2025 kl. 09:15

Birnir Snær Ingason í leik gegn KA á Greifavellinum sumarið 2022, ásamt KA-mönnunum Hrannari Birni Steingrímssyni og Andra Fannari Stefánssyni. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær Ingason, leikmaður Halmstad í Svíþjóð, er sagður á leið til KA. Vefsíðan Fótbolti.net kveðst hafa heimildir fyrir því og sömuleiðis Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarppinu Þungavigtinni.
Birnir, sem er 28 ára sóknarsinnaður leikmaður, kemur frá sænska liðinu Halmstad þar sem hefur lítið fengið að spila síðustu mánuði að sögn Fótbolta.net. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi árið 2023 og var þá besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Birnir, sem er 28 ára sóknarsinnaður leikmaður, kemur frá sænska liðinu Halmstad þar sem hefur lítið fengið að spila síðustu mánuði að sögn Fótbolta.net. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi árið 2023 og var þá besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Fótbolti.net segir að KA fái leikmanninn lánaðan frá Halmstad og að hann „gæti náð leik KA gegn ÍA á laugardag og í kjölfarið á KA svo leik gegn Silkeborg í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni,“ segir Fótbolti.net og nefnir að Birnir er samningsbundinn sænska félaginu út tímabilið 2026.
Akureyri.net hefur ekki náð sambandi við forráðamenn KA í morgun til að fá tíðindin staðfest.