Fara í efni
Alþingiskosningar

Samgöngur eru lífæð landsbyggðanna

Samgöngur skipta landsbyggðarfólk öllu máli. Góðar samgöngur eru ein mikilvægasta lífæðin fyrir bæjarfélög á landsbyggðunum. Þegar talað er um samgöngur er átt við ansi marga þætti eins og flug, vegi og áhrifaþætti sem dæmi veður og færð.

Austurland er víðfemt svæði og þar þarf að komast yfir marga fjallgarða til að komast á milli þéttbýlisstaða. Myndum við í fljótu bragði segja að samgöngukerfið á Austurlandi væri í lagi? Nei, það getum við því miður ekki gert og má þá m.a. benda á fjölda einbreiðra brúa, bundið slitlag vantar á mjög marga innansveitarvegi og breikka þarf vegi svo þeir beri þá umferð sem þeim er ætlað. Á Austurlandi þarf að ráðast í fjölbreyttar samgöngubætur og þingmenn kjördæmisins hafa sofið á verðinum.

 

Slysakort frá Samgöngustofu sýnir staðsetningar umferðarslysa árið 2020 (sjá kort). Bláir punktar á kortinu merkja eignatjón eingöngu, grænir punktar merkja eigna- og líkamstjón og rauðir punktar eru þar sem banaslys áttu sér stað.

Ekki má rekja öll slys eða óhöpp til vegakerfisins eða akstursskilyrða, en því miður allt of mörg tilvik.

Ef horft er á Austurland og Austfirði má sjá ákveðið munstur sem við myndum gjarnan vilja sleppa við. Flest óhöpp eiga sér stað á fjallvegum. Heimamenn lenda í vandræðum á þessum vegum og við getum því verið þess fullviss að óvanir ferðalangar, gestir okkar, munu eiga í vandræðum á þessum vegum líka. Vegir um fjalllendi eru varasamir.

Með gangnagerð myndum við losna við marga varasama staði í vegakerfinu okkar. Við eigum að taka höndum saman og krefjast þess að ráðist verði í gangnagerð á Mið-Austurlandi strax og tengja stærstu þéttbýliskjarna svæðisins betur saman. Með slíkri tengingu næðist að gera Mið-Austurland að öflugra atvinnu- og þjónustusvæði. Aðgengi að sjúkrahúsi og flugvelli myndi snarbatna fyrir meginhluta íbúa og varasömum vegaköflum myndi fækka. Öryggi íbúa yrði betra.

Flugsamgöngur, eins og vegasamgöngur, eru landsbyggðarfólki gríðarlega mikilvægar. Þegar þjónustu hefur markvisst verið beint á höfuðborgarsvæðið verðum við m.a. að bjóða upp á góðar flugsamgöngur. Samning þann, sem náðist um niðurgreiðslu á flugfargjöldum fyrir landsbyggðarfólk, verður að festa í sessi til lengri tíma. Það er lífsspursmál fyrir fólk á Austurlandi.

Það er mikilvægt að hafa í huga að með baráttu fólks af Austurlandi náðist þessi stóráfangi. Það segir okkur að þegar íbúar Austurlands og landsbyggðanna standa saman og berjast saman fyrir bættum lífsskilyrðum þá náum við árangri.

Viðreisn er flokkur sem leggur mikla áherslu á bættar samgöngur á landsbyggðunum og meðal annars á Austurlandi. Höfuðáherslurnar eru á öryggi og tengingu þéttbýlisstaða. Veggöng á Mið-Austurlandi eru því forgangsmál Viðreisnar. Með því aukum við þjónustustig svæðisins og tryggjum öruggari samgöngur.

Gefðu framtíðinni tækifæri – XC.

Jens Hilmarsson skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar

Lágmarksbirgðir verði alltaf til í landinu

Skapti Hallgrímsson skrifar
10. nóvember 2022 | kl. 13:40

Mikil vonbrigði með ráðherraskipan

Skapti Hallgrímsson skrifar
30. nóvember 2021 | kl. 14:00

Enginn ráðherra úr Norðausturkjördæmi

Skapti Hallgrímsson skrifar
28. nóvember 2021 | kl. 13:18

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Skapti Hallgrímsson skrifar
29. september 2021 | kl. 11:20

Kosningaþátttaka á Akureyri var 79,33%

Skapti Hallgrímsson skrifar
27. september 2021 | kl. 11:26

Þjóðin hafnar öfgum – vill stöðugleika

Skapti Hallgrímsson skrifar
26. september 2021 | kl. 22:50