Hollara snarl í próflestrinum

Hollara snarlÁgústa Ýr Sveinsdóttir skrifar

Prófin nálgast. Og þegar prófaundirbúningur og prófalestur hefst á fullu þá langar manni oft í eitthvað að narta í. Það er auðvelt að lenda í því að kaupa sér súkkulaði stykki og afsaka það með lærdómnum. Næsta dag er keypt bland í poka og þann næsta snakkpoka.

Ég tók til þrjár uppáhalds uppskriftirnar mínar af nasli sem er holt, sumt reyndar aðeins hollara en annað. Eitthvað sem er fljótlegt að búa til, því maður hefur engan tíma í prófaundirbúningi að vesenast of mikið í eldhúsinu. En hinsvegar er gott að standa upp í 15-30 mínútur og búa til nasl sem endurnærir heilann og maður mætir ferskur aftur í yfirferðina.

Ávaxta og grænmetis samlokur – án brauðs

Þegar ég ferðaðist um á Spáni kynntist ég því að búa til samlokur úr ávöxtum og grænmeti án þess að hafa brauð. Þetta er syndsamlega gott. Ég ætla að deila tveimur uppáhaldssamlokunum mínum, önnur er köld en hin er betri hituð.

Zuccini samloka

Þessarri kynntist ég með góðum geitaosti, en oft nota ég bara einhvern góðan ost, t.d. camebert. Reykt skinka og hunang passar mjög saman og mjúkur rjómakenndur ostur bræðir bragðið síðan saman í munninum. Syndsamlega gott.

Innihald

Zuccini

Reykt skinka

Ostur (geitaostur, camebert, brie)

Hunang

Aðferð

Skerið Zuccini í sneiðar, ca 5 mm þykkar, þrjár sneiðar fyrir hverja samloku. Steikið þær á meðal heitri pönnu,  þar til þær eru byrjaðar að mýkjast. Raðið síðan sneið, zucinni, ostsneið, skinka, sneið zuccini, ostsneið, skinka og sneið zuccini á toppin. Setjið síðan smá hunang yfir. Best að hita hunangið smá þannig að það sé fljótandi.

SONY DSCEplasamloka

Þessa er gott að taka í nesti. Sannkallaður orkugjafi þegar maður þarf á því að halda. Ég set alltaf eitthvað með hnetusmjörinu, og fer það bara eftir hvað ég á til, hafra, muldar hnetur, fræ, múslí eða granóla bar.

Innihald

Epli

Hnetusmjör

Hafrar/hnetur/fræ

Aðferð

Skerið epliðí hringi í ca. 5 mm þykkar sneiðar (ef þær eru of þykkar þá kreistist hnetusmjörið út um allt þegar maður bítur í). Smyrjið hnetusmjöri á eplið, stráið höfrum yfir og lokið með annarri sneið af epli. Njótið!

frozen-yogurt-covered-blueberriesFrosin ber

Þessi henntar mér ótrúlega vel. Alltaf á haustin fer fjölskyldan og týnir svo mikið af berjum að frystiskápurinn er hálffullur. Þannig að þetta er ódýr og fljótleg laus til þess að fá eitthvað til að narta í á meðan maður lærir. En ef aðrir búa ekki svo vel að eiga ber úr náttúrunni þá er alltaf hægt að kaupa góð ber út í búð. Maður má leyfa sér smá í prófunum.

Innihald

Ber (mitt uppáhald aðalbláber)

Grískt jógúrt eða skyr

Aðferð

Takið fram plötu sem passar inn í frystihólfið ykkar. Setjið smjörpappír á plötuna. Takið síðan eitt og eitt ber og rúllið því upp úr annað hvort skyri eða grísku jógúrti og leggjið það á plötuna. Ef berin eru fersk er gott að stinga tannstöngli í hvert ber og stinga ofan í jógúrtið, ef þau eru frosin nota ég teskeið. Passa sig að berin snerti ekki hvort annað á plötunni, því það getur verið erfitt að ná þeim í sundur seinna. Þegar platan er orðin full þá eru berin sett í frysti. Látið þau vera þar í að minnsta kosti 1 klukkutíma. Ef það á ekki að borða þau strax er hægt að taka þau, eftir að þau eru frosin og setja í box eða poka og geyma í frystinum þangað til það á að njóta þeirra.

granolabars7Orkustykki

Í prófum hefur maður ekki tíma til að búa til orkubar sem hefur 20 innihaldsefni og þarf að baka í 15 klukkutíma í ofni við 40°C. Þetta er einfallt orkubar með einungis 5 innihaldsefnum og það þarf ekki að baka það. Þægilegt að grípa með sér til að narta í. Annað hvort í prófinu sjálfu eða upp í skóla á meðan maður les. Og þessi eru alveg full af orku!

Innihald

1 bolli Döðlur

1 bolli Möndlur (ristaðar eða óristaðar)

1 ½ bolli Hafrar

¼ bolli Hnetusmjör

¼ bolli Hunang (eða maple síróp)

Aðferð

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og látið tætast niður þannig að þær eru svipaðar viðkomu og deig. Ef þið viljið rista hafrana setjið þá þá á plötu í ofn við 180°C í ca. 15 mínútur, þeir brúnast aðeins. Saxið möndlurnar gróft. Setjið döðlurnar, hafrana og möndlurnar saman í skál og setjið til hliðar. Hitið hunangið og hnetusmjörið á litlum hita í potti, þar til áferðin verður fljótandi. Hellið yfir blönduna í skálinni og hrærið allt vel saman. Setjið næst plastfilmu eða bökunarpappír í form sem er ca. 20x20cm. Ég nota oftast bara eldfast form. Setjið blönduna í formið og þrýstið hennið niður þannig að hún verður slétt í forminu. Setjið plastfilmu yfir og inn í frysti eða ísskáp í 15-20 mínútur. Takið þá upp úr forminu, þessvegna er plastið eða bökunarpappírinn í botninu, til þess að lyfta upp án þess að allt brotni í sundur. Skerið í hæfilega bita. Það er gott að geyma þetta í frysti, en í góðu lagi líka að geyma í ísskáp eða við stofuhita í nokkra daga.

Ef að döðlurnar eru þurrar og verða ekki eins og deig þegar þær eru mixaðar. Þá er gott að setja þær í vatn í 10 mínútur og prófa síðan aftur. Ættu að mýkjast upp og vera með meiri raka í sér og haldast þar af leiðandi betur saman, því það eru þær sem halda stykkjunum saman.

Pistillinn birtist á vefnum www.felagi.is  sem er fréttavefur stúdenta við Háskólann á Akureyri og rekinn er af nemendum skólans