Andlát Bob Simon

bobsimonKatrín Lilja Kolbeinsdóttir skrifar.

Hinn kunni stríðsfréttamaður CBS sjónvarpsstöðvarinnar Bob Simon er látinn. Simon lést í bílslysi í New York á miðvikudagskvöld en CBS greindi frá.

Ferill Simons spannaði hátt í fimm áratugi. Í tæplega hálfa öld sá Simon um að flytja vesturlandabúum fréttir af hinum ýmsu stríðshrjáðu svæðum allt frá Víetnam til fyrrum Júgóslavíu. Hann vann til fjölda verðlauna fyrir störf sín og má þar nefna 27 Emmy verðlaun sem hann vann fyrir fréttaflutning sinn í hinum vinsæla fréttaskýringaþætti 60 mínútur en Simon hafði nýlega sagt skilið við þáttinn sökum aldurs. Síðasta verk hans fyrir þáttinn var umfjöllun um bíómyndina „Selma“ sem fjallar um baráttu svartra fyrir borgaralegum réttindum árið 1965 og hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hann hlaut einnig hin virtu blaðamannaverðlaun „Alfred I duPont-Columbia University“ verðlaunin fyrir frétt sína um Bosníustríðið.

„Andlát Simons er harmleikur og sú staðreynd að hann hafi látist í bílslysi gerir þetta ennþá verra. Þetta var maður sem að hafði sloppið naumlega úr erfiðum aðstæðum oftar en nokkur annar fréttamaður okkar tíma“ var haft eftir kollega hans í 60 mínútum‚ Jeff Fager. Simon hafði verið tekinn til fanga í Persaflóastríðinu sem geysaði á árunum 1990 – 1991 og eins var hann í haldi í Írak í mánuð. Aðspurður sagðist Simon þó ekkert óttast slíkt. Hann eyddi miklum tíma í Ísrael þar sem nafn hans var vel þekkt sökum umfjöllunar hans á átökunum þar í landi.

Simon var farþegi í bíl sem hann hafði tekið á leigu þegar bílstjórinn missti skyndilega stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á öðrum bíl sem var stopp á rauðu ljósi‚ og hafnaði að lokum á vegriði sem skilur að akreinar samkvæmt lögreglu New York. Fréttamaðurinn Anderson Cooper sem að vann með Simon í 60 mínútum sagði: „Bob var einn af þeim allra bestu að mínu mati í að finna fréttir‚ segja fréttir‚ skrifa fréttir og gera þær ógleymanlegar“

_80953315_80953088Bob Simon skilur eftir sig arfleið góðra frétta sem ætti að vera öllum ungum og upprennandi fréttamönnum innblástur. Auk vinnu hans í 60 mínútum starfaði dóttir hans Tanya sem pródúsent við þættina.

Simon eftir að hafa verið látinn laus úr haldi í Persaflóastríðinu sem var eitt af þeim stríðsástökum sem að hann fjallaði mikið um á ferli sínum.

Margir Íslendingar muna eflaust eftir Bob Simon úr hinum vinsæla fréttaskýringaþætti 60 mínútur.

Hér er svo stutt video af Simon eins og flestir hér á landi muna eftir honum en hann hafði einstakt lag á því að segja fréttir og fá áhorfandann til að hrífast með.

Heimildir teknar af:

http://www.theguardian.com/media/2015/feb/12/bob-simon-dies-in-new-york-car-crash

http://www.bbc.com/news/world-us-canada-31433990

Pistillinn birtist á vefnum www.felagi.is  sem er fréttavefur stúdenta við Háskólann á Akureyri og rekinn er af nemendum skólans.