Eiríkur Arnar sýnir í JV Gallery

Laugardaginn 14. mars kl. 15 opnar Eiríkur Arnar einkasýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.

þér og þínum er boðið á opnun.
Eiríkur Arnar Magnússon er fæddur 08.05.1975 og búsettur á Akureyri. Hann er með vinnustofu í Listagili, Kaupvangsstræti 12.

Námsferill:
2008 – 2009 Myndlistaskóli Akureyrar, listhönnunardeild.
2004 – 2007 Listaháskóli Íslands, myndlistadeild.
2006            Listaháskóli Eistlands Tallinn.
2006            Kuno Express námskeið, Muhu-eyja, Eistlandi.
2003 – 2004 Myndlistaskóli Akureyrar, 1. ár fagurlistadeildar.
2004                 Listamiðstöð Akureyrar, námskeið.
2002 – 2003 Myndlistaskóli Akureyrar, fornám.
1998 – 1999 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Listnámsbraut
1996 – 1997 Iðnskólinn í Reykjavík, Iðnhönnunarbraut

Sýningar:
2009 einkasýning, Jónas Viðar gallery,
2009 Kappar og ofurhetjur – félagasýning
2007 útskriftarsýning Listaháskóla Íslands
2006 samsýning, Viana do Costello, Portugal
2006 samsýning, Gallery Gyllinhæð, Reykjavík
2005 einkasýning, Café Karólína, Akureyri
2003 samsýning, Deiglan, Akureyri
2003 og 2004, vorsýningar myndlistaskóla Akureyrar

Annað:
2005 Aðstoðarmaður listamanns, Listahátíð Reykjavíkur, Gabriel Kuri, Suggestion for taxationscheme.
2006 Aðstoðarmaður listamanns, Sense in Place' Site-ations', Sarah Browne, A Model Society.

Verðlaun og styrkir:
2006 1. verðlaun, málverkasamkeppni, III Bienal Internacional “Artes da Raya” Casa do Curro Moncao, Portugal.
2006 Erasmus, styrkur.
2006 Kuno Express, styrkur.