Heima er best

Sunnudaginn 1. mars 2009 lýkur sýningu Hönnu Hlífar Bjarnadóttur “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Hanna Hlíf gerði verkið sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um það segir:

Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.

Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006.  Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif@simnet.is og í síma 864 0046
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýningin er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html