Rok á Café Karólínu

Herdís Björk Þórðardóttir opnaði sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009. Sýningin stendur til 6. febrúar 2009.

Sýnd verða fimm ný olíumálverk en þetta er fyrsta einkasýning Herdísar Bjarkar.

Herdís lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 en að auki lauk hún einu ári í grafískri hönnun við sama skóla. Nú stundar hún nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. www.herdisbjork.wordpress.com