heba Clothing & villimadur.is í ketilhúsinu á Akureyri

Í tilefni af opnun heimasíðunnar www.hebaclothing.com hafa Freydís Heba Konráðsdóttir fatahönnuður og Gísli Dúa Hjörleifsson myndasmiður verið að undirbúa sýningu sem haldin verður í ketilhúsinu þann 20. nóvember n.k. kl 20. Þar mun Freydís Heba frumsýna sína fyrstu fatalínu undir merkinu heba Clothing með glæsilegri tískusýningu.
Þetta sama kvöld mun Gísli Dúa sýna ljósmyndir af vetrarlínu hebu Clothing, sem hann hefur myndað undanfarið en hægt er að sjá fleiri myndir eftir Gísla Dúa inná heimasíðu hans www.villimadur.is .   
Vetrarlína hebu Clothing verður svo til sölu í Mössubúð á Glerártorgi Akureyri eftir sýningu.