Lína sýnir

Laugardaginn 10. nóvember kl. 15.00 opnar Sigurlín M. Grétarsdóttir, Lína, einkasýningu í Jónas Viðar Gallery.

Þetta er fyrsta einkasýning Línu eftir að hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Lína sýnir málverk sem eru unnin með blandaðri tækni. Hún nýtir þar fyrri tilraunir sínar í myndsköpun, þar sem hún leyfir þeim að þróast í nýjar áttir.