Hugmynd að leið rafmagns

Laugardaginn 3. nóvember 2007 klukkan 14 opnar Birgir Sigurðsson sýninguna Café Karólína Versus Listasafn Reykjavíkur B-salur: Hugmynd að leið rafmagns, á Café Karólínu.

Birgir Sigurðsson býr til sínar eigin hugmyndir að leið rafmagnsins á milli Listasafns Reykjavíkur og Café Karolínu. Hann notar til þess rafmagnsteikningar Norðurorku, Landsnets og Orkuveitu Reykjavíkur.

Teikningarnar sýna mögulegt ferðalag rafmagnsins milli aðveitustöðva, dreifistöðva og götuskápa og síðan heimtauga. Rafmagnið ferðast á strengjum og loflínum milli þessara staða.

Birgir velur sýningarrýmin tvö í löngun sinni til að tengja Akureyri og Reykjavík saman. Þetta er fyrsta sýningin í sýningaröðinni HUGMYND AÐ LEIÐ RAFMAGNS. Birgir verður viðstaddur opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 30. nóvember 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 3. nóvember klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu restaurant.