Sýningum Martins og Hlyns að ljúka

Laugardaginn 6. október lýkur sýningu Martins J. Meier, “Andlit Akureyrar”, í Jónas Viðar Gallery. Þeir sem eiga mynd af sér á sýningunni geta keypt þær gegn vægu gjaldi (1000 kr.) á laugardaginn (frá kl. 13.00 til 18.00) eða komið við í gallerýinu þegar betur hentar.

Sýningu Hlyns Hallssonar í DaLí galleríiinu á Akureyri lýkur 11. október og er opið föstudag og laugardag kl. 14-17 og svo eftir samkomulagi. Fyrir alla sem komast alls ekki er hægt að sjá myndir af sýningunni á heimasíðu Hlyns: http://www.hallsson.de . Sýningin samanstendur af spreyji á vegg, myndbandi, stórri ljósmynd með texta, litakúlum og minni textamyndum sem gestir geta tekið með sér.