Sýningu Stefáns að ljúka

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Stefáns Jónssonar, „Skuggar og svipir“ á Café Karólínu en henni lýkur á föstudaginn, 5. október 2007. Á sýningunni eru 24 svart hvítar ljósmyndir 20 x 20 cm hver og 6 ljósmyndir í lit 33 x 45 cm hver. Myndefnið er í öllum tilfellum höfundurinn sjálfur.

Stefán Jónsson er fæddur á Akureyri 1964 og stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í School of Visual Arts í New York. Hann hefur sett upp fjölda sýninga víðsvegar um heim, nú síðast í Safni í Reykjavík og í Jónas Viðar gallery á Akureyri.