Hugarflug á Karólínu

Laugardaginn 6. október 2007 klukkan 14 opnar Marsibil G. Kristjánsdóttir sýninguna „Hugarflug“ á Café Karólínu.

Marsibil segir um sýninguna „Þessi verk eru unnin með ímyndum og hugarflugi mínu, hugmyndir sæki ég úr draumum mínum, tilfinningum og óraunverulegum veruleika.“

Marsibil G. Kristjánsdóttir er fædd á Þingeyri 1971. Hún hefur hannað leikmyndir, brúður og leikmuni fyrir fjölda leiksýninga m.a. fyrir einleikina Gísli Súrsson, Dimmalimm og Skrímsli. Einnig hannað og unnið ýmiskonar handverk á tré og gler s.s. jólasveina og galdrastafi. Hún hefur sett upp einkasýningar á eftirtöldum stöðum: Veitingastofan Vegamót Bíldudal, Café Milanó Reykjavík, Langi Mangi Ísafirði, Hótel Flókalundur, Gallerí Koltra Þingeyri, The Commedia School  Kaupmannahöfn og í Vigur Ísafjarðardjúpi.