Aðalheiður sýnir á Friðriki V

Á veitingahúsinu Friðriki V. hafa myndlistarsýningar verið tíður og nánast fastur liður allt frá opnun þess. Nú er röðin komin að einni þekktustu myndlistarkonu á Akureyri, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, en hún opnar myndlistarsýningu á veitingahúsinu næstkomandi sunnudag, 14. ágúst. Opið hús verður fyrir gesti og gangandi á Friðriki V. milli klukkan 14 og 16 á opnunardaginn.