20.000 Days on Earth sýnd í Sambíó í kvöld.

20k_posterKvikmyndaklúbbur Akureyrar KvikYndi í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin Akureyri stendur fyrir sýningu á myndinni 20.000 Days on Earth í kvöld fimmtudaginn 19. febrúar kl. 18. Um er að ræða heimildarmynd um tónlistarmanninn og Íslandsvininn Nick Cave. Í myndinni er fylgst með „uppspunnum“ sólarhring í lífi rokkgoðsagnarinnar Nick Cave þar sem spenna, átök og kaldur raunveruleiki mætast.

Myndin gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum listamannsins við sjálfan sig og list sína og leitar svara við heimspekilegum spurningum um tilveru okkar um leið og hún skoðar mátt skapandi hugsunar. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim og verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum.

Miðaverð er 1000 krónur; myndin verður sýnd með íslenskum texta.

Eftir sýninguna mun Vélarnar töfra fram gamalkunna Cave tóna í bland við annað gamalt og gott á Akureyri Backpackers þar sem bíógesta mun auk þess bíða örlítill glaðningur í boði hússins.