Kryddlegið lambalæri ásamt ofnbökuðum kartöflum og dýrindis kaka í eftirrétt

Það er alltaf erfitt að ríða á vaðið þegar kemur að matarhorni en ég ákvað að setja saman uppskrift þegar ég bauð foreldrum mínum í mat.  Ég var með nokkuð stórt lambalæri og byrjaði strax um morguninn á vinnunni.

Kryddlegið lambalæri

Hjúpurinn:

 • 2 msk olía
 • 1 heill hvítlaukur
 • börkur af heilli sítrónu
 • börkur af heilli appelsínu
 • 1 tsk Cumin krydd
 • 1 tsk Turmeric krydd
 • 1/2 tsk Engifer (má vera ferskt)

Lærið lét ég í ofnskúffu og vatn í botinn.  Allt sett saman og makað á kjötið.  Salt og pipar yfir.  Ég lét kjötið standa frá morgni fram til klukkan þrjú eða í um sex tíma, kryddhjúpurinn var því farinn að ná vel inn í kjötið.  Ég lét kjötið malla á um 150°hita í um nærri þrjá tíma.

Ofnbakaðar kartöflur

 • 1,5 kg af kartöflum
 • 3 msk olía
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • 1 tsk dill
 • 1 tsk steinselja
 • 2 msk Polenta
 • salt og pipar

Sker kartöflurnar með hýðinu í báta og sett í skál.  Öllu öðru hvolft í skálina og grillað með.

Sósa

 • Soð úr skúffu c.a 1/2 l – síað
 • 1/2 l. Rjómi
 • 1 tsk. Rifsberjahlaup
 • Sósujafnari
 • Salt og pipar
 • Svínakraftur

Soð ásamt rjóma og rifsberjahlaupi hitað í um fimm mínútur, kryddað með salt og pipar og svínakrafti (glútenlausum).  Sósujafnari notaður til að þykkja sósuna áður en kryddað er.

Í eftirrétt bauð ég upp á Boston rjómatertu sem er úr uppskriftabókinni „Eldað um alla veröld“ með kjaftfora kokkinum Gordon Ramsey

Botnar:

 • 200  gr. mjúkt ósaltað smjör
 • 450 gr hveiti
 • 4 tsk lyftiduft
 • klípa af maldonsalti
 • 300 gr sykur
 • 2 tsk vanilluessens
 • 4 eggjarauður, hrærðar og við stofuhita
 • 225 ml af mjólk

Búðingskrem

 • 200 ml rjómi
 • 50 gr sykur
 • klípa af maldonsalti
 • 75 ml mjólk
 • 2 msk maísmjöl
 • 2 stór egg
 • 1 tsk dökkt romm (eða vanilluessens), ég notaði rommdropa

Súkkulaðikrem

 • 85 gr dökkt gæðasúkkulaði (ég notaði 70%)
 • 30 gr smjör
 • 60 ml af matreiðslurjóma
 • 60 gr flórsykur
 • 1 tsk vanilluessens

Hitið ofninn í 180° (160°með blæstri).  Smyrjið tvö kökuform og dreifið svolitlu hveiti innan í þau.  Best er að nota smelluform

Sigtið hveitið, lyftiduftið og saltið í stóra skál.  Þeytið saman smjörið og sykurinn, hrærið vanilluessensinum saman við og þeytið síðan eggin gætilega saman við.

Skiptið deiginu jafnt á milli kökuformanna og sléttið með spaða. bakið í 20-30 mínútur, þar til prjónn sem stunginn er í kökuna kemur hreinn út.  Látið standa í 5 mínútur.  Losið kökubotnanna svo gætilega úr formunum og látið þá kólna að stofuhita.

Gerið svo búðingskremið.  Hitið rjómann að suðu í þykkbotna potti.  Um leið og loftbólur fara að sjást við barmana eru sykurinn og saltið sett út í og hrært þar til sykurinn er uppleystur.  Þá er potturinn tekinn af hitanum.  Þeytið mjólkina með maísmjölinu og þeytið síðan eggjunum saman við.  Hellið rólega út í heita rjómann og hrærið duglega á meðan.  Hitið blönduna mjög varlega í 5 mínútur og hrærið allan tímann.  Slökkvið undir og hrærið rommið saman við.  Látið kólna og hrærið öðru hverju.

Dreifið búðingskreminu jafnt á annan tertubotninn og leggið hinn ofan á.  Hellið súkkulaðikreminu yfir og látið það drjúpa niður hliðar kökunnar.

Ég skora svo á Margréti Pálsdóttir, eiganda Ultratone á Akureyri að koma með næstu uppskrift.