Fyrstu blakleikir vetrarins um helgina

Um helgina fara fram fyrstu heimaleikir KA í blaki þessa leiktíðina með þrem leikjum hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Mizunodeildinni. Búast má við hörku leikjum og frumsýndir verða nýjir leikmenn hjá báðum liðum.

Fyrstu leikirnir fara fram á laugardag 7. október en þá taka KA stelpurnar á móti Þrótti N. í leik sem hefst klukkan 13:45. Strax eftir leik kvennaliðsins hefja strákarnir leik þeir taka einnig á móti Þrótti N. og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Á sunnudag leikur kvennaliðið aftur gegn Þrótti N. og hefst leikurinn klukkan 14:00.

Að vanda fara allir heimaleikir liðanna fram í KA heimilinu.