Þór/KA og Selfoss gerðu jafntefli (1-1) Myndir

THTR4667Stelpurnar í Þór/KA náðu að skora úr sínu fyrsta alvöru færi og var þar á ferðinni Lillý Rut Hlynsdóttir eftir mikinn barning í teig Selfyssinga eftir hornspyrnu. Lillý gafst ekki upp og kom boltanum í netið og okkar stúlkur komnar yfir eftir rétt rúmt kortér.Gestirnir sóttu í sig veðrið eftir markið og áttu nokkur ágætis færi án þess þó að skapa of mikla hættu.Sandra María Jessen komst síðan í algjört dauðafæri á 38. mínútu þegar hún komst ein í gegn en Chante Sandiford í marki gestanna var vandanum vaxin, staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.Ákaflega lítið markvert gerðist framan af síðari hálfleiknum en Selfossstúlkur reyndu hvað þær gátu til að jafna metin, það var þó ekki fyrr en á 75. mínútu sem þær fengu alvöru tækifæri á að jafna þegar Donna Kay Henry átti fínan sprett sem endaði með hörkuskoti í stöngina.En það kom að því að pressa gestanna skilaði marki og það rétt fyrir leikslok, Guðmunda Brynja Óladóttir átti magnað skot rétt fyrir utan teiginn sem var alveg óverjandi fyrir Roxanne Barker í marki Þór/KA.Okkar stúlkur gáfu svo allt í síðustu mínúturnar til að sækja öll stigin en það gekk ekki eftir og niðurstaðan því svekkjandi jafntefli eftir að liðið hafði leitt leikinn nær allan tímann.Ekki tókst því að færast nær toppliðunum að þessu sinni en Þór/KA á þó enn leik til góða á önnur lið. Leikurinn í dag var ekkert merkilegur í raun og stelpurnar eiga mikið inni, það þurfti þó ekki mikið uppá í dag til að öll stigin hefðu komið í hús og því engin krísa hjá liðinu en eins og ég kom að fyrr þá geta þær svo sannarlega leikið betur, áfram Þór/KA!

Umfjöllun; ka-sport.is            Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

THTR4995 THTR4983 THTR4975 THTR4953 THTR4941 THTR4927 THTR4915 THTR4898 THTR4874 THTR4872 THTR4866 THTR4851 THTR4804 THTR4807 THTR4818 THTR4821 THTR4826 THTR4828 THTR4795 THTR4790 THTR4773 THTR4731 THTR4724 THTR4707 THTR4654 THTR4667 THTR4677 THTR4681 THTR4695 THTR4703 THTR4651 THTR4635 THTR4621 THTR4616 THTR4611 THTR4594 THTR4572 THTR4561 THTR4552 THTR4550 THTR4548 THTR4530 THTR4521 THTR4508 THTR4503 THTR4487 THTR4466 THTR4463 THTR4455 THTR4449